~FJÖREFLI/HÓPEFLI/HVATAFERÐIR
Það þarf stundum að hrista aðeins til í hópnum og fá fólk til að tala og leika saman. Með allt áreitið sem er í gangi í núverandi vinnuumhverfi er nauðsynlegt að komast í annað umhverfi um stund til að hrista upp í hópnum. Við sjáum til þess að allir skemmti sér vel og upplifi sig sem hluti af hópnum.
Fjörefli. Þá erum við meira á léttu nótunum, förum í leiki og keppnir og svo gott partý á eftir.
Hópefli. Þá vinnum við markvisst að einhverju ákveðnu takmarki. T.d. er verið að breyta fyrirtækinu, verið að tengja saman margar deildir eða breytingar í fyrirtækinu.
Hvataferðir. þá er oft verið að verðlauna starfsmenn eða viðskiptamenn fyrirtækis með óvæntum uppákomum, ferðum og upplifun.