Concept Events var stofnað í janúar 2017 af þeim Dagmar Haraldsdóttur og Söndru Ýr Dungal. Saman hafa þær yfir áratuga reynslu af viðburðarstjórnun. Þær hafa báðar skipulagt og framkvæmt nokkra af stærri viðburðum sem haldnir hafa verið hérlendis. Eftir að hafa starfað í viðburða-, ráðstefnu- og ferðageiranum til fjölda ára, ákváðu þær að taka höndum saman og stofna fyrirtæki sem sérhæfir sig fyrst og fremst í hverskonar viðburðahaldi. Markmiðið var og er að reka fyrirtæki sem leggur áherslu á persónulega þjónustu og sem hlúir vel að hverjum og einum viðskiptavin, hvort sem verkefnið er stórt eða smátt.
//
Við hjá Marel höfum unnið með Concepts Events í fjölmörgum viðburðum. Undantekninglaust þá eru gæði og undirbúningur alltaf til fyrirmyndar. Vel haldið utan um skipulagningu og fjárhagsáætlanir mjög nákvæmar. Þau setja sig vel í aðstæður og bæta við sinni sérþekkingu þannig að viðburðurinn verður einmitt eins og maður sá hann fyrir sér og í raun meira en það.
Guðbjörg Heiða Guðmundsdóttir. Framkvæmdastjóri Marel á Íslandi