Fjarhátíðir

Fjarhátíðir

Við erum núna að undirbúa mjög skemmtilega fjarviðburði. Á tímum COVID er bara eitt í stöðunni ef við viljum skemmta okkur ,,saman,,. Það er að halda FJARhátíð.  Það er orðið nokkuð ljóst að erfitt verður að gera eitthvað saman fyrir þessi jól en með þessum hætti er hægt að upplifa viðburðinn ,,saman,, eða heima í stofu.

Við erum búnar að fá í okkar teymi og samstarf mjög góða og faglega aðila sem hver og einn er sérfræðingur á sínu sviði hvað slíka viðburði varðar.

Við höfum áratuga reynslu í skipulagninu viðburða auk þess að undanfarin ár höfum við skipulagt Íslensku tónlistarverðlaunin í beinni útsendingu á RÚV. Við búum því að góðri reynslu í undirbúa viðburð þar sem streymt er beint heim í stofu til starfsmanna.

Við getum séð um allan pakkann og má þar nefna;

  • Við sjáum um upptökur og streymi
  • Höldum utan um gagnvirkni starfsmanna
  • Komum með tillögur að tónlist eða skemmtikröftum
  • Höldum utan um allt sem snýr að veitingum. Panta mat og heimsending.
  • Hönnum sviðið og þema
  • Óvæntar uppákomur
  • Upphitun fyrir starfsmenn

Við sjáum um að þinn FJARviðburður sé sérsniðinn að ykkar þörfum og með réttu gagnvirknina fyrir þinn hóp.