
02 Apr Hátið hafsins leitar að skemmtilegum atriðum!
Nú leitum við, skipuleggjendur Hátíðar hafsins, að skemmtilegum aðtriðum/uppákomum fyrir hátíðina í sumar, haldin 6. – 7. júní nk.
Skemmtilegt dæmi um slíkt samstarf er t.d. Koddaslagurinn vinsæli sem haldin er í samstarfi við; Bið að heilsa niðrí slipp.
Hátíð hafsins er hátíð sem haldin er fyrstu helgina í júní ár hvert á Grandagarði í Reykjavík. Að hátíðinni standa Faxaflóahafnir, Sjómannadagsráð og Brim. Hátíðin samanstendur af Hafnardeginum á laugardeginum og Sjómannadeginu á sunnudeginum.
Allt sem er í boði hátíðarinnar er frítt og ekki rukkað neitt gjald fyrir til gesta.